Burgans Albarino 2011

Það er eiginlega rannsóknarefni hvers vegna spænsku Albarino-vínin hafa aldrei náð almennilegri fótfestu hér því þetta eru yndisleg vín sem falla einstaklega vel að sjávarfangi, ekki síst skelfiski.

Þekktasta vínhéraðið fyrir ræktun Albarino heitir Rias Baixas og er í Galisíu á Spánia. Þetta vín kemur frá vínhúsinu Martin Codax. Það er mjög ljóst á lit með mildri, þægilegri angan af perum, gulum eplum og sítrónum. Létt, ferskt með þægilegri mildri sýru. Berið fram með t.d. grilluðum humar, rækjum eða hörpufisk.

2.249 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.