Zabaglione með ferskjum og jarðarberjum

Zabaglione er vinsæll ítalskur eftirréttur sem í sinni einföldustu mynd byggir á eggjagulum, sykri og sætvíni. Frakkar kalla þennan rétt Sabayon.

Það er hægt að nota flestar tegundir af sætvíni, t.d. eru til á ágætu verði góð sætvín frá Chile. Einnig er hægt að nota sætt sérrí.

Zabaglione

  • 2,5 dl rjómi
  • 4 eggjagulum
  • 1/2 dl sykur
  • 1/2 dl sætvín
  • 1 msk balsamik

Þeytið rjómann. Pískið saman sykur, eggjagulur, sætvín og balsamik í stálskál. Setjið skálina í heitt vatnsbað og pískið áfram þar til að blandn verður þykk og froðukennd. Takið af hitanum og pískið áfram á meðan blandan kólnar. Þegar hún hefur kólnað vel er henni blandað varlega saman við rjómann. Geymið í ísskáp í a.m.k. 30 mínútur.

Sírópshúðaðir ávextir

  • 15-20 jarðarber
  • 2 ferkskjur
  • 1 dl sætvín
  • 1 dl fljótandi Akasíuhunang
  • 2 msk sykur

Skerið jarðarber og ferskjur í bita. Hitið sætvín, hunang og sykur í potti. Leyfið suðunni að koma upp og sjóðið á vægum hita þar til að sykurinn hefur bráðnað alveg og blandan er farin að þykkjast í síróp. Hellið sírópinu yfir ávextina og blandið vel saman.

Dreifið ávöxtunum á nokkur glös eða desserskálar og setjið Zabaglione yfir. Berið strax fram.

Deila.