La Grande Chapelle Blanc 2010

Bordeaux er þekktast fyrir rauðvínin sín og margir gleyma að þar eru líka framleidd ansi mörg fersk og fín hvítvín úr þrúgunum Sauvignon Blanc og Sémillon. Þetta hvítvín er úr smðiju Antoine Moueix, sem er vínfyrirtæki í St. Emilion sem á nokkur vínhús í héraðinu.

Þetta er létt og þægilegt hvítvín, í nefi perur og gul epli, hvít blóm, ferskt og sýrumikið. Góður fordrykkur eða með t.d. grilluðum silungi.

1.799 krónur.

 

Deila.