Dallas borgari

Þetta eru stórir og bragðmikilir hamborgarar að hætti Texas-búa kryddaðir með Mesquite sem henta vel á grilrlið á góðum sumardegi. Og það er hægt að hafa þá eins stóra og maður vill. Jafnvel í Texas-stærð.

  • Hamborgarabrauð
  • 800 g nautakjöt, hakkað
  • 3 msk steiktur laukur
  • 2 pressaðir hvítlauksgeirar
  • 100 g beikon, mjög fínt saxað
  • 1 dl Heinz Chili Sauce
  • væn skvetta af Worchester-sósu
  • 1,5 msk Mesquite-krydd
  • 1 tsk nýmulinn pipar

Saxið beikonið mjög fínt, pressið hvítlaukinn og myljið steikta laukinn örlítið.

Blandið öllu – nema brauðin auðvitað –  saman við kjöthakkið og mótið 4-6 borgara. Geymið borgarana í ísskáp þar til þeir fara á grillið.

Grillið (með osti ef þið viljið) og búið til borgarann með því að smyrja hamborgarabrauðin með Dijon-sinnepi, tómatsósu, niðursneiddum tómötum og sýrðum gúrkum (eða öðru sem að ykkur langar í).

Deila.