Montes Sauvignon Blanc Reserva 2011

Víngerðarmenn í Chile náðu snemma góðum tökum á þrúgunni Sauvignon Blanc og hafa þær enda verið með vinsælustu hvítvínunum þaðan um árabil.

Montes Sauvignon Blanc 2011 Reserva er virkilega ferskt og sítrusinn ef eitthvað er meira áberandi en í fyrri árgöngum, lime og  skörp sítróna en á bak við einnig fersk græn epli. Þægilegt sumarvín.

1.899 krónur. Góð kaup.

Deila.