Peter Lehmann Barossa Shiraz 2009

Peter Lehmann er eitt af stóru nöfnunum í Barossa-dalnum í Suður-Ástralíu og vinhúsið hefur verið þar í fremstu röð um áratugaskeið.

Shiraz er auðvitað helsta tákn Barossa og þetta er alvöru Barossa Shiraz. Dökk ber, krydd og súkkulaði í nef. Smá leður og tóbak. Þétt og aflmikið í munni með kröftugum, stífum, tannínum. Þetta er ekki eitt af þessum mjúku, sviplausu og sætu áströlsku Shiraz-vínum. Meira svolítið fullorðins.

2.599 krónur.

Deila.