Rocca Amornero Rosso Salento

Rocca Amornero er vín frá Salento í Púglía syðst á Ítalíu, framleitt úr tveimur af hefðbundnum þrúgum héraðsins, Primitivo og Negroamaro í hinum gamla, hefðbundna stíl svæðisins.

Vínið einkennist af mjög heitum og þroskuðum ávexti, sólbökuðum,  sultuðum og þurrkuðum. Þarna eru sveskjur, rúsínur og sultaðar plómur, sólber. Kryddað, lakkrís og vottur af reyk. Þétt, heitt og mjúkt í munni.

1.998 krónur.

Deila.