La Delizia Cabernet Sauvignon 2011

La Delizia eru vín frá ítalska vínhúsinu Viticoltori Friulani La Delizia sem er stærsti framleiðandi vína á svæðnu Friuli-Venezia-Giuilia í norðausturhorni landsins upp við landamæri .

Þetta Cabernet Sauvignon-vín kemur frá Venezia-svæðinu, þetta er létt og ávaxtaríkt vín, ekki flókið en sjarmerar þó með björtum og hrein Cabernet-karakter. Fersk og ljúf angan af sólberjum, örlítið krydduðum, með þægilegum og mildum ávexti og mildum í munni. Afskaplega mjúkur Cabernet.

1.495 krónur. Mjög góð kaup, sem tryggir víninu hálfa aukastjörnu.

Deila.