Þessar súkkulaðismákökur eru svo sem nógu góðar einar og sér en það spillir síðan ekki fyrir að í hverri köku leynist lítil Rolo-karamella.
- 270 hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 1/4 tsk salt
- 2 egg
- 100 gr.smjör
- 4 msk kakó
- 1,5 tsk vanillusykur
- 160 grömm sykur
- 120 púðursykur
- 12 Rolo-karamellur
Hrærið smjör,sykur og púðursykur vel saman.Setjið síðan eggin eitt í einu út í smjörmassan.Blandið síðan þurrefnunum saman í deigið og hrærið deigið jafnt. Skiptið deiginu í 12 hluta.
Setjið síðan 1 Rolo-karamellu inn í hverja köku og hyljið með deiginu þar til roloið sést ekki.Mótið deigið í kúlurog setjið á bökunarplötu
Bakið við 200 gráður í cirka 12 mín.