Shepherd’s Pie

Shepherd‘s Pie er einn af þekktustu réttum breska heimiliseldhússins og til í óteljandi myndum þó að grunnurinn sé alltaf hakkað kjöt annars vegar og kartöflustappa hins vegar. Þetta er bragðmikil og góð útgáfa. Það má líka nota lambahakk í staðinn fyrir nautahakkið.

 • 1 kg nautahakk
 • 2 laukar saxaðir
 • 2 gulrætur, skornar í litla teninga
 • 3-4 hvítlauksgeirar
 • 1 msk timjan
 • 1-2 msk ferskt rósmarín, fínsaxað
 • væn skvetta Worchestershire sósa
 • 1 lítil dós tómatapúrra
 • 2,5 dl kjúklingasoð
 • 1 dl rauðvín
 • smjör
 • olía
 • salt og pipar

Byrjið á því að steikja kjötið ásamt smá olíu á pönnu. Kryddið með timjan, salti, pipar og Worchester. Þegar það er gegnumsteikt er það sett í skál og geymt.

Bætið matskeið af smjöri á pönnuna, mýkið næst laukinn og gulræturnar á miðlungshita ásamt hvítlauk og rósmarín. Þegar hann er orðinn mjúkur er kjötinu bætt út á ásamt tómatapúrru. Hellið rauðvíni og kjúklingasoði á pönnuna og leyfið að malla í 20-30 mínútur eða þar til að vökvinn myndar þykka sósu.

 • 1 kg kartöflur
 • 3 eggjagulur
 • 75 g nýrifinn parmesan
 • 75 g smjör
 • salt og pipar

Sjóðið kartöflurnar og stappið í mús. Blandið smjöri, eggjagulum og helmingnum af rifna parmesanostinum saman við. Saltið og piprið.

Setjið kjötblönduna í ofnfast mót. Þá kartöflublönduna. Sáldrið loks rifnum parmesan-osti yfir.

Eldið hálftíma í ofni við 200 gráður.

Deila.