Gérard Bertrand Carignan Vieilles Vignes 2010

Vínin frá Gerard Bertrand komu fyrst á markaðinn hér í vor en Bertrand er líklega sá framleiðandi sem hefur gert hvað mest til að breyta ímynd suður-franskra vína á síðustu árum. Hér er nú komið enn eitt vínið úr Réserve Speciale-línunni, í þetta skipti Miðjarðarhafsþrúgan Carignan af gömlum vínvið (vieille vignes).

Dökkur berjaávöxtur, sólber, kirsuber, plómur, nokkuð kryddað og eikað, kraftmikið og djúpt. Mjög vel gert og strúktúrerað fyrir vín í þessum verðflokki.

2.298 krónur. Frábær kaup.

Deila.