Þetta er sennilega eitt það besta bananabrauð sem ég hef gert enda rann það ljúflega niður í heimilsfólkið.
- 3 þroskaðir bananar
- 1 egg
- 70 grömm bráðið smjör
- 65 gr ljósbrúnn púðursykur
- 60-70 ml hlynsíróp ( Maple Syrup)
- 1 tsk vanilludropar
- 1 tsk matarsódi
- 1/4 tsk salt
- 1 tsk kanill
- 1/4 tsk múskat
- klípa af negul
- 180 gr. heilhveiti
Hitið ofninn í 180 C.
Stappið bananana með gaffli og setjið í skál. Blandið egginu, smjörinu púðursykrinum, sýrópinu og vanilludropunum saman við. Bætið síðan matarsóda ,salti, kanilnum, múskati og negul saman við. Bætið loks heilhvetinu saman við Hellið deiginu í smurt ílangt form og bakið í 40- 50 mínútur