Borgari með japönsku mayo og cole slaw

Þetta er einfaldur en safaríkur hamborgari. Við kryddum hann með koníaki en ef þið eigið það ekki til er einnig hægt að skipta því út fyrir Worchestershire-sósu. Þá er auðvitað hægt að nota hefðbundið majonnes í staðinn fyrir hið japanska. Við mælum svo eindregið með heimabökuðum hamborgarabrauðum.

Hamborgarar

 • 600 g nautakjöt
 • 2-3 msk koníak
 • nýmulinn pipar
 • sjávarsalt

Blandið öllu saman og mótið sex 150 gramma hamborgara í höndunum eða í hamborgarapressu. Grillið borgarana eða steikið. Skerið hamborgarabrauð í tvennt. Smyrjið Dijon-sinnepi á annan helminginn og japanskt majonnes á hinn helminginn. Setjið á salatblöð, tómatasneiðar og sneiðar af rauðlauk ásamt borgaranum.

Cole Slaw

 • 1/2 hvítkálshaus
 • 1 rauðlaukur
 • 1 dós sýrður rjómi 10%
 • 2 msk Dijon-sinnep
 • 2 msk japanskt majonnes
 • 1 tsk sykur
 • salt og pipar

Skerið kálið og laukinn mjög smátt. Það er fljótlegast að gera það (varlega) í matvinnsluvél. Blandið öllu vel saman og geymið í ísskáp þar til bera á fram.

Með þessu kröftugt og ungt rauðvín, t.d ástralskan Shiraz á borð við Peter Lehmann Futures Shiraz.

Deila.