Brandy Crusta er talinn vera elsti koníaks-kokteillinn og er upprunninn í New Orleans í Bandaríkjunum á nítjándu öld. Hann er oft talinn vera fyrirmynd annars klassísks kokteils: Sidecar. Hér er Brandy Crusta í útgáfu franska barþjónsins Alexander Lamberts.
- 45 ml Camus VSOP
- 10 ml Bols Marachino
- 10 ml Dry Curacao Pierre Ferrand
- 1 dass Peychaud bitter
- hálft dass sítrónusafi
Hrærið ásamt klaka. Síið í litið kóníaksglas.