Sænskir kanilsnúðar

Sænskir kanilsnúðar eru alltaf klassískir. Þessir eru með marsípani en það er auðvitað hægt að sleppa því ef fólk er ekki fyrir marsípan. Aðrir vinsælir og góðir snúðar sem við höfum líka verið með en eru í allt aðra átt eru svokallaðir Cinnabons, ameriskir kanilsnúðar með kremi og eru alveg guðdómlegir.

 • 1.5 l hveiti
 • 1 þurrgersbréf
 • 1/2 tsk salt
 • 2 tsk muldar kardimommur (eða kardimommuduft)
 • 1 dl sykur
 • 150 grömm smjör
 • 5 dl mjólk
 • 1 egg

Fylling

 • smjör
 • kanilsykur
 • marsípan

Blandið þurrefnunum saman. Bræðið smjörið og bætið mjólkinni saman við. Þetta á að vera vel volgt. Bætið vökvanum og egginu að síðustu saman við og hrærið í 5-10 mín. Látið hefast í 1 klst.  Skiptið síðan deiginu í tvo hluta og fletjið deigið út í ferninga. Berið vel á það af smjöri og kanilsykri. Síðan er mjög gott að rífa marsipan yfir. Rúllað upp og skorið í 2-3 cm breiða bita sem settir eru í pappírsform. Látið hefast á bökunarplötunni í 30 mín. Penslað með eggi og stráð perlusykur yfir.

Bakað við 250 gráður í ca 10 mín.

Fjölmargar uppskriftir að kökum og fleira má svo finna hér.

Deila.