Kjúklingur með kryddjurtum og sítrónu

Það er auðvelt að búa til dýrindismáltíð úr kjúklingi og endalaust hægt að leika sér með mismunandi bragðsamsetningar. Í þessari uppskrift er notaður heill kjúklingur þar sem kryddjurtir og sítróna spila aðalhlutverkið. Sítrónan gerir kjúklinginn virkilega safaríkan. Hér má svo finna fjölmargar kjúklingauppskriftir í viðbót.

 • 1 heill kjúklingur
 • 1 lúka fersk steinselja
 • 1 lúka ferskt timian
 • 1 sítróna
 • 2-3 hvítlauksrif
 • 2 tsk paprikuduft
 • 2 tsk pipar
 • 2 tsk sinnepsfræ
 • 2 tsk kórianderduft
 • 1/2 tsk sjávarsalt
 • 1/2 dl ólíufuolía
 • 1 msk fljótandi hunang

Stillið ofninn á 175 gráður. Skerið fersku kryddjurtinar niður og rífið börkinn af hálfri sítrónu. Blandið kryddjurtunum, sítrónuberkinum og hvítlauknum ásamt safanum úr  1/2 sitrónu saman við kryddblönduna ásamt saltin, ólífuolíu og hunangi.  Makaðu  mareneringunni á kjúklinginn, bæði undir skinninu og utan á kjúklinginn,  það er eiginlega nauðsynlegt að nota hendurnar við það verk. Setjið síðan hinn helminginn af sítrónunni inn í kjúklinginn.  Eldið kjúklinginn í ofni við 175 gráður í 60-80 mín.

Berið fram með einföldu risotto og góðu salati.

Með þessum kjúkling á gott hvítvín vel við s.s. hið sikileyska Rapitala Cataratto-Chardonnay

Deila.