Stemmari Grillo 2011

Sikiley er eitt heitasta vínræktarsvæði Ítalíu og því hefði mátt ætla að það væru fyrst og fremst rauðvín sem þar væri að finna. Vissulega eru sólbökuð rauðvín algeng á Sikiley en þar má líka fína einstaklega ferskt og fín hvítvín.  Grillo er ein af nokkrum hvítum Sikileyjarþrúgum sem unir sér vel í mikilli sól og hita. Hún var lengi vel aðallega notuð í Marsala en nýtur nú vinsælda í hefðbundnum hvítvínum.

Stemmari Grillo er ljóst á lit, létt, ferskt með þurri sítrusangan og blómum, þarna er sítrónusafi og börkur, svolítið míneralískt.angan af hvítum blómum. Ferskt og nokkuð sýruríkt, ágætis matarvín.

1.899 krónur. Sérpöntun. Góð kaup.

Deila.