Rúlluterta með rjóma og jarðaberjum

Þetta er sumarleg rúllurterta með vanillurjóma og jarðaberjum. Það er auðvitað hægt að nota hvaða ber eða ávexti sem er í staðinn fyrir jarðarberin.

Tertubotninn

  • 3 egg
  • 2 dl sykur
  • 1 dl hveiti
  • 3/4 dl kartöflumjöl
  • 2 tsk lyfitduft

Fylling:

  • 4-5 dl rjómi
  • 2 tsk vanillusykur
  • jarðaber

Þeytið vel saman egg og sykur. Bætið síðan þurrefnum saman einu í einu.  Setjið smjörpappír í ofnskúffu, hellið deiginu á smjörpappírinn  og breiðið aðeins úr því ef þess þarf (það er ágætt að pensla smjörpappírinn með smjöri áður en deiginu er hellt á hann).

Bakist við 220 gráður í miðjum ofni í 10-12 mín. Takið út og leyfið að kólna.

Þeytið rjómann og bætið vanillusykrinum út í og jarðaberjum eftir smekk. Þekjið síðan rúllutertuna með fyllingunni og byrið á því að rúlla upp deiginu frá öðrum endanum eða þar til rúlla hefur myndast. Stráið loks flórsykri yfir.

Deila.