Valdubón Cosecha 2012

Ribera del Duero á Spáni er í hugum flestra tákn um stór, mikil og eikuð vín. Þetta Ribera-vín er ekki þannig. Þetta er ung og sjarmerandi ávaxtabomba. Hrein og tær angan af kirsuberjum og ávaxtahlaupi, vottur af fennel. Mjúkur og sætur ávöxtur í munni, þykkt. Ungur Tempranillo í sinni hreinustu mynd.

1.890 krónur. Góð kaup.

Deila.