Nederburg Foundation Shiraz Pinotage 2012

Foundation er ódýr lína  frá suður-afríska vínhúsinu Nederburg. Þetta rauðvín er blanda úr tveimur þrúgum, hinni frönsku Shiraz (Syrah) og suður-afríska blendingnum Pinotage.

Rifs, greni, kirsuberjahlaup í nefi, súrsætur ávöxtur í munni, mildur,  kryddaður, þokkaleg fylling, vottur af reyk. Með grilluðu kjöti.

1.999 krónur.

Deila.