Farfalle með maís og timjan

Maís og pasta? Hvers vegna ekki. Þetta er blanda sem getur átt virkilega vel saman eins og í þessum rétti þar sem timjan er megin kryddið  í mildri rjóma- og hvítvínssósu.

 • 500 g pasta, t.d. Farfalle
 • 3 dl maís (frosið eða ferskt)
 • 2,5 dl rjómi
 • 2,5 dl hvítvín
 • 4-5 timjanstönglar eða 2 tsk þurrkað timjan
 • 4 skalottulaukar
 • 6-8 hvítlauksgeirar
 • 1 væn lúka a rifnum parmesan
 • 1 lúka saxaður graslaukur
 • olía
 • salt og pipar

Sjóðið pasta.

Saxið skalottulaukana og hvítlauksgeirana. Hitið olíu á pönnu og mýkið laukinn í 3-4 mínútur eða þar til að hann fer að taka á sig lit.Saltið og piprið. Bætið timjanstönglunum út á ásamt hvítvíninu. Sjóðið hvítvínið niður um ca 2/3. Hellið rjómanum á pönnuna ásamt maís og látið malla á vægum hita í nokkrar mínútur eða þar til sósan fer að þykkna. Hrærið parmesan saman við. Bragðið til með meiri pipar ef þarf.

Farfalle með maís og timjan

Bætið loks pastanu saman við ásamt graslauknum. Berið fram með meiri rifnum parmesan.

Með þessu gott hvítvín á borð við Banfi La Pettegola Vermentino.

Deila.