La Buvette Cabernet Sauvignon

La Buvette í þriggja lítra „belju“ er Cabernet Sauvignon frá Languedoc Roussillon í Suður-Frakklandi sem er átappað fyrir norska markaðinn. Það reyndist bara ansi þægilegt með mildum dökkum  berjaávexti, aðallega sólberjum og kirsuberjum  í nefi, blóm, örlítið kryddað. Milt og mjúkt í munni með hlutlausum ávexti.

5.590 krónur fyrir þriggja lítra box eða sem samsvarar 1.398 krónum miðað við 75 cl. flösku. Það eru bara ansi góð kaup.

Deila.