Librandi Ciro Bianco 2012

Kalabría er ristin á ítalska stígvélinu og líklega það vínhérað Ítalíu sem fæstir þekkja. Héraðið Ciro er í suðurhluta Kalabríu (eiginlega frekar á ilinni en ristinni) og þrúgan er Greco, sú sama og mikið er ræktuð t.d. í Kampaníu (Greco di Tufo).

Þetta er virkilega flott hvítvín. Kröftugur sætur ávöxtur í nefi, apríkósur, ferskjur, granatepli og áberandi angan af rósum – þessi blómakemur heldur áfram í munni, vínið er ágætlega þykkt og með nægilega mikilli sýru til að halda því lifandi og fersku.

1.999 krónur. Frábær kaup.

Deila.