Librandi Ciró Rosso 2011

Librandi er vínhús sem stofnað var um 1950 af samnefndri fjölskyldu og hefur verið leiðandi í að koma vínum Kalabríu syðst á Ítalíu á kortið ekki síst með því að nota hinar hefðbundnu þrúgur héraðsins. Ciro Rosso er t.d. vín úr Kalabríuþrúgunni Gaglioppo, sem er líklega best lýst sem eins konar suður-ítalskri útgáfu af Pinot Noir.

Liturinn  er nokkuð ljós,  óneitanlega pinot-noir-legur,  Djúpt í nefi, það er mikil sól í þessum ávexti, þurrkuð rifsber, títuber, kryddað en líka mild blómaangan, fjólur. Kröftug sýra og góður strúktúr, feitt og langt.

Lamb með kryddjurtum og þurkkuðu chili er mikið borðað í Suður-Ítalíu og þetta vín smellpassar við slíkan mat. Reynið t.d. með kótilettum með ólífum eða lambasneiðum eldaðar að suður-evrópskum hætti.

1.999 krónur. Magnað vín. Frábær kaup.

Deila.