„Vín – frá þrúgu í glas“ komin út

Bókin Vín – frá þrúgu í glas er komin út en höfundur hennar er Steingrímur Sigurgeirsson, ritstjóri Vínóteksins. Í bókinni er að finna margvíslegan fróðleik um vín. Fjallað er um víngerðina sjálfa allt frá ræktun þrúgunnar til víngerðarhússins. Góð ráð eru gefin um hvernig eigi að nálgast vínsmökkun, hvernig eigi að velja vín á veitingahúsum eða velja saman mat og vín svo nokkur dæmi séu nefnd. Þá er að finna kafla um öll helstu vínræktarlönd og víngerðarsvæði heimsins, einkennum þeirra, sögu og menningu.

Bókin er komin í verslanir, hún er 303 síður að lengd og það er Forlagið sem gefur út undir merki Vöku-Helgafells.

Einnig er hægt að kaupa hana í vefverslun Forlagsins. 

Deila.