Falling Feather Ruby Cabernet

Falling Feather er eitt af nýju kassavínunum á markaðnum. Það er bandarískt en framleitt undir merkjum norska fyrirtækisins Argos. Vínið nýtur líka mikilla vinsælda í Noregi og er eitt af fimm mest seldu vínunum þar.

Þetta er vín úr þrúgunni Ruby Cabernet, sem er blendingur úr Cabernet Sauvignon og Carignan. Berjasafi, rifsber og kirsuber, svolítið kryddað, þægilegur og mjög mjúkur ávöxtur. Einfalt og aðgengilegt.

5.490 krónur. Ágætis kaup, verð samsvarar um 1.372 kr. á flöskum.

Deila.