Vina Albali Verdejo 2012

Verdejo er spænsk hvítvínsþrúga sem nýtur vaxandi vinsælda enda fersk og grösug og oft svipuð t.d. Sauvignon Blanc í stílnum og raunar oft að finna í blöndum með þeirri þrúgu.

Albali er hvítvín frá Valdepenas. hálmgult, allkröftug peruangan og þroskuð gul epli, létt, ferskt með góðri sýru, peruávöxturinn heldur áfram í munni.

1.795 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.