George Duboeuf Beaujolais Blanc 2011

Beaujolais er fyrst og fremst rauðvínshérað en þar má þó líka finna einstaka hvítvín. Rétt eins og annars staðar í Búrgund er það þrúgan Chardonnay sem er notuð og þetta vín minnir í stílnum töluvert á hvítvínin frá suðurhluta Búrgund í Maconnais.

Míneralískur sítrus í nefi, sítrónur, sítrónubörkur og hvít blóm. Í munni feitt og þykkt, undirliggjandi sýra. Reynið með laxi eða silungi.

2.298 krónur. Góð kaup.

Deila.