Cecchi Chianti 2012

Cecchi er ein af hinum gamalgrónu vínfjölskyldum Chianti í Toskana. Vínhúsið á sér langa sögu og er þekkt fyrir klassísk og vönduð vín.

Þetta er „einfaldur“ Chianti,  í nefi trönuber, kirsuber, lyng, reykur/kol,  í munni nokkuð sýrumikið, kröftugur, bjartur ávöxtur. Fínasta matarvín.

1.999 krónur. Góð kaup.

Deila.