Hildigunnur bloggar – Reyktur lax með klettasalati og kapers

Klassískur forréttur sem við fengum á veitingastaðnum Sommelier sem var á Hverfisgötunni. Mikið sem ég sakna hans.

Smábreytingar þó.

Þetta er mjög einfaldur og fljótlegur réttur en þó þarf að raða á diska fyrir hvern fyrir sig.

  • Reyktur lax í sneiðum, svona 3 sneiðar á mann
  • Klettasalat (rucola)
  • Kapers, um hálf matskeið á mann
  • Sítrónusafi
  • góð ólífuolía.

Sneiðunum raðað á diska fyrir hvern og einn, kapers stráð yfir, smá sítrónusafi kreistur yfir, þá klettasalati stráð yfir (ja eða raðað, fer eftir hvað fólk nostrar við útlitið á réttinum) og að lokum smá ólífuolíu dreypt yfir (alls ekki of mikið). Í stað sítrónusafa og ólífuolíu má nota sítrusolíu sem fæst víða.

Með þessu höfðum við Zorzal Chardonnay hvítvínið sem var fjallað um hér á síðunni fyrir nokkru. Passaði gríðarvel með.

Deila.