Chateau l’Hospitalet Grand Vin 2010

Hospitalet er eitt af vínhúsunum í Suður-Frakklandi sem að Gerard Bertrand hefur fjárfest í á síðustu árum, ekra rétt við Miðjarðarhafið skammt frá Narbonne og þetta er sannkallað suður-franskt ofurvín. Yfirgengilega mikið, öflugt og samþjappað. Ekki fyrir alla, mörgum þætti þetta vín eflaust of mikið, of kröftugt. Vín verða ekki mikið öflugri og villtari en þetta.

Bleksvart, mjög þroskaður svartur ávöxtur, ferskar kryddjurtir, blóm, anís og malbik í nefi,  þykkt og feitt í munni, mjög kröftug en mjúk tannín, mjög kryddað og langt. Þetta er vín sem þyrfti að fá nokkurra ára þroska í viðbót, það þarf líka kröftugan bragðmikinn mat, villibráð,  bragðmikla osta eða pottrétti þar sem kjöt er eldað í víni, t.d. hægeldaðir lambaskankar.

5.559. Góð kaup.

Deila.