Lakkrís hefur löngum verið vinsæll en líklega hafa fáir gert jafnmikið á undanförnum árum til að hefja lakkrís til vegs og virðingar sem sælkerafæði og Daninn Johan Bülow. Hann hefur þróað vörur undir heitinu „Lakrids by Johan Bülow“ sem hafa vægast sagt slegið í gegn. Við notuðum lakkrísinn hans til að gera þennan líka ljómandi góða lakkrísís.
- 5 eggjarauður
- 1,25 dl flórsykur
- 5 dl rjómi
- 1 msk hrálakkrís (Raw Liquorice Powder)
Þeytið eggjagulur, flórsykur og hrálakkrís vel saman. Þeytið rjómann og bætið honum út í eggjahræruna. Setjið í form og frystið.
Lakkrísinn frá Lakrids hefur m.a. verið fáanlegur í Epal og á Kolabrautinni í Hörpu. Ef þið eigið leið um Kaupmannahöfn er líka frábær Lakrids-búð t.d. á Kastrup.