Vina Maipo Vitral Carmenere 2012

Vínin frá Vina Maipo hafa löngum vakið athygli síðunnar fyrir einstaklega gott hlutfall verðs og gæða allt frá því að þau birtust fyrst hér á markaðnum fyrir um fjórum árum. Það á ekki síst við um Vitral-línuna, sem er eins konar millistig á milli ódýrari vínanna og þeirra dýrari í Grand Devocion-línunni.

Þett er algjörlega skothelt Carmenere í sínum verðflokki, dökkur berjaávöxtur, rifsber, sólber, þarna er líka græn paprika og kryddjurtir svolítið áberandi og mild eik, vanilla og fremur ljóst súkkulaði. Ágætlega þykkt með mildum tannínum.

Frábær kaup á 1.899 krónur. Hlutfall verðs og gæða tryggir víninu fjórðu stjörnun í sínum verðflokki.

Deila.