Montecillo Reserva 2008

Vínhúsið Montecillo í Rioja á Spánin hefur verið í miklum metum hjá íslenskum neytendum allt frá því að þau komu fyrst á markað hér fyrir tæpum tveimur áratugum. Hér er nýjasti árgangurinn af Reserva-rauðvíninu.

Rauð ber, kirsuber og rifs, lyng og tóbakslauf, kryddað, þétt tannín í munni, ávöxturinn djúpur, þroskaður og langur, lakkrís. Nautakjötsvín fyrir vel meyrnaðar steikur.

2.698 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.