Guðný bloggar: Geggjaðar haframjölskökur

Ég „veðrast“ öll upp á þessum árstíma og elska að skella í eitthvað sem hressir og gleður kroppinn!!  Þessar dásamlegu kökur gleðja kroppinn.

• 125 ml. bráðið smjör

• 125 ml kókosolía

• 125 ml hunang (ég notaði akasíuhunang)

• 2 egg

• 1 tsk salt

• 1tsk vanilla

• 1tsk kanill

• 1 tsk matarsódi

• 125 ml ab-mjólk eða súrmjólk

• 500 ml haframjöl

• 500 ml spelt, grófmalað

• 80-100 gr súkkulaði eða rúsínur

Aðferð

1. Hitið ofninn í 180°C

2. Hrærið saman smjör, olíu, hunang, egg, salt, vanillu, kanil, matarsóda og ab-mjólk/súrmjólk

3. Bætið saman við haframjöl, spelt og súkkulaði/rúsínur

4. Setjið með skeið á bökunarplötu

5. Bakið í 10-15 mín
Njótið í botn

Deila.