Guðný bloggar: Lárperu- og tómatasalat

Þetta salat er dásamlegt. Hrein hollusta með fullt fullt af vítamínum – gott eitt og sér einnig með mat!

INNIHALD

  • 1-2 vel þroskuð lárpera (fer eftir stærð)
  • 2 stórir vel þroskaðir tómatar
  • 2 msk ferskur sítrónusafi eða lime
  • 3 msk  kóriander (skorið smátt)
  • 1/2-1 rauðlaukur
  • salt og pipar eftir smekk

AÐFERÐ

Skerið lárperu, rauðlauk og tómat í frekar grófa bita.  Setjið sítrónusafa/lime, kóríander út á salatið og blandið vel. Saltið og piprið eftir smekk.

Þroskað, óeldað avocado, eða lárpera, er stútfull af lifandi ensímum og auðmeltanlegum próteinum og kolvetnum.

Þessir kostir gera það að verkum að avocado er efst á lista yfir auðmeltanlegustu fæðutegundirnar sem innihalda svo hátt magn próteina og fitusýra.

Frábært að bera fram með fetaost í kryddolíu.

Þetta salat er í senn ofureinfalt og kitlar bragðlaukana frá fyrstu stundu….

Njóta njóta!! 

Deila.