Alphart Neuburger Hausberg 2013

Weingut Alphart hefur getið sér orð sem einhver athyglisverðasti hvítvínsframleiðandi Austurríkis en vínhúsið á um 20 hektara af ekrum í Thermenregion suður af Vín. Ekki síst vekja athygli vín Alphart úr sjaldgæfum þrúgum á borð við Neuburger og Rotgipfler.

Neuburger er blendingur úr Roter Veltliner og Sylvaner og vín úr þessari þrúgu koma virkilega á óvart.

Hvít blóm, perur og græn epli í nefi, þéttur, þykkur sýruríkur ávöxtur í munni, skarpt og fókuserað. Mjög flott vín.

2.749 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.