Gérard Bertrand Tautavel 2012

Tautavel er lítið þorp í Languedoc-Roussillon í Suður-Frakklandi og er nafn þess hvað þekktast fyrir að þar fundust í helli á síðustu öld einhverjar elstu mannvistarleifar í Evrópu en „Tautavel-maðurinn“ er talinn hafa verið uppi fyrir um 450 þúsund árum. Tautavel er líka eitt minnsta skilgreinda víngerðarsvæðið á þessum slóðum.

Þetta rauðvín frá Gérard Bertrand er blanda úr þrúgunum Grenache, Syrah og Carignan. Rifsber, kirsuber, plóma, jörð. Mikið um sig, afskaplega þéttriðið og þykkt, kröftug tannín. Flott vín með t.d. lambi eða mildri villibráð.

2.999 krónur. Frábær kaup.

Deila.