Dourthe No 1 Sauvignon Blanc 2013

No 1 frá Dourthe í Bordeaux er vín sem hlýtur að heilla hvern þann sem kann að meta þrúguna Sauvignon Blanc því að hér er hún að sýna sínar bestu, frönsku hliðar.

Það hefur ljósan, fölgulan lit, angan er fersk, brakandi fersk og skörp, ágengur sítrus, lime og greip, græn epli, perur og smá „köttur“. Þægilega ferskt í munni, lifandi með tærum, grænum ávexti. Heillandi vín.

2.298 krónur. Frábær kaup.

Deila.