Smá „avec“ um hátíðarnar

Það hefur löngum þótt svolítið spari að bjóða upp á lítið staup af t.d. koníaki með kaffinu á eftir matinn. Hér áður fyrr var þetta staup kallað „avec“ á betri veitingahúsum en það má rekja til franska hugtaksins „du café avec le petit verre“ – þ.e. kaffi með litla staupinu. 

„Kaffi avec“ getur verið af mörgu tagi. Hinn klassíski avec-drykkur er auðvitað koníak Öll koníök eru blönd­uð úr fjöl­mörg­um koníök­um, mis­mun­andi göml­um og frá ólík­um svæð­um. Ráð­ast gæði þeirra og eig­in­leik­ar af því hvern­ig stað­ið er að blönd­un­inni. Yngstu koníök­in eru skil­greind sem þriggja stjörnu eða VS. Þau eru ung og gróf, blönd­uð úr ungu kon­íaki og yf­ir­leitt ekki frá bestu svæð­um hér­aðs­ins. Segja má að gæða­koníök byrji með VSOP-flokkn­um (Veru Speci­al Old Pale) en dýr­ari (eldri) flokk­ar eru Na­poléon, XO og Extra. Þessi koníök eru nær und­an­tekn­ing­ar­laust af betri svæð­um Cognac, þ.e. Grand Champagne, Petit Champagne og Borderies. Sé kon­íak blanda af vín­um frá Grand Champagne og Petit Champagne er kon­íakið kall­að Fine Champagne. Að minnsta kosti helm­ing­ur blönd­unn­ar verð­ur þó að koma frá Grand Champagne.

IMG_0667

 

Nýtt og athyglisvert koníak á markaðnum er Camus Borderies Limited Edition VSOP. Þetta er hreint Borderies-koníak og kom fyrst í sölu fyrr á þessu ári. Mjúkt með mjúkri vanillu úr eikinni, ávaxtaríkt,

Meira um koníak má lesa hér. 

Annað klassískt franskt „avec“ er eplabrandýið Calvados. Það kemur frá Normandý í norðvesturhluta Frakklands, nánar tiltekið Basse Normandie, eða neðra-Normandý. Þar er mikil eplarækt og aldagömul hefð sem reka má allt aftur til miðalda fyrir því að gera eplavín eða síder úr eplasafanum.

Þegar eimingartæknin barst með Márum til Frakklands fóru menn ekki einungis að eima brandí úr hefðbundnum vínum eins og gert var í Cognac og Armagnac heldur hófst einnig framleiðsla á „eau de vie du Cidre“.

Calvados varð fljótlega afskaplega vinsælt meðal hinna vinnandi stétta Frakklands og hugtakið „cafe calva“ ruddi sér til rúms í frönsku. Þegar að phylloxera eyðilagði vínvið um alla Evrópu jukust vinsældir Calvados til muna því auðvitað hafði vínskorturinn áhrif á t.d. koníaksframleiðslu.

Berneroy Calvados Fine fæst í vínbúðunum, ljúft og fínt Calvados með góðum eplakeim.

chivas

 

En það eru ekki bara Frakkar sem að gera klassískt avec. Skotar eiga auðvitað sitt yndislega viský og það er til bæði sem einmöltungar (Single Malt) eða blönduð viský (Blended). Jafnt einmöltungar sem blönduð viský geta verið stórkostleg. Chivas 18 ára er dæmi um það besta þegar hin blönduðu eru annars vegar en í blöndunni eru á þriðja tug einmöltunga,  Blandan er hrikalega flott og aldurinn gefur viskýinu mýkt og dýpt, sætir þurrkaðir ávextir í nefi, reykur, töluvert kryddað. Þetta er ekta „avec“-drykkur, sem þið ættuð til dæmis að reyna með smá súkkulaði ásamt kaffinu.

Fyrir þá sem vilja fremur huga að einmöltungum gæti verið spennandi að horfa til Japan en þar hefur þróast gífurlega spennandi viskýframleiðsla sem að við fjöllum um hér.

grappaEn það er ekki hægt að fjalla um avec án þess að minnast á hinn göfuga drykk þeirra Ítala – grappa. Þeir sem á annað borð kunna að meta grappa telja fátt standa þeim drykk framar. Grappa er eimað úr vínhratinu sem verður eftir að lokinni víngerð og má finna skylda drykki í flestum víngerðarlöndum.

Nú er varla til sá vín­fram­leið­andi á Ítal­íu sem legg­ur ekki mik­inn metn­að í það að bjóða upp á sér­hæft grappa, oft af einni vín­ekru eða úr einni þrúgu (grappa monovitigno), sam­hliða vín­um sín­um. Eitt af þeim betri er Tignanello Grappa sem eins og nafnið gefur til kynna er tengt framleiðslu Toskana-vínsins frá Antinori með sama nafni.

Nánar um grappa er hægt að lesa hér.

Deila.