Tíu keppa um matreiðslumann ársins

Klúbbur matreiðslumeistara stendur fyrir keppninni um matreiðslumann ársins en keppnin er

með nýju sniði í ár. Nú höfðu allir faglærðir matreiðslumenn möguleika á að senda uppskrift í

keppnina ásamt mynd af réttinum. Innsendar uppskriftir voru nafnlausar og var hverjum

matreiðslumanni einungis heimilt að senda inn eina uppskrift.

Dómnefndin var skipuð þeim Bjarna Gunnari Kristinssyni, Þránni Frey Vigfússyni, Bjarka

Hilmarssyni , Jóhannesi Jóhannessyni og Birni Braga Bragasyni. Völdu þeir tíu uppskriftir sem

þóttu lofa góðu en lagðar voru höfuðáherslur á frumleika, nýtingu á hráefni og útliti réttar.

Tæplega tuttugu uppskriftir, hver annarri betri, bárust dómnefnd, sem átti ærin starfa við að

velja úr tíu til áframhaldandi keppni.

Þeir tíu sem komust áfram eru:

  • Ari Freyr Valdimarsson, Sjávargrillið
  • Atli Erlendsson, Grillið Hótel Saga
  • Axel Clausen, Fiskmarkaðurinn
  • Garðar Kári Garðarsson, Strikið
  • Gísli Matthías Auðunsson, Slippurinn / Matur og drykkur
  • Hrafnkell Sigríðarson, ION Hótel
  • Jónas Oddur Björnsson, 101 Hótel
  • Karl Jóhann Unnarsson, Hótel Rangá
  • Kristófer H. Lord, Lava Bláa Lónið
  • Steinn Óskar Sigurðsson, Vodafone

Undanúrslitakeppni fer fram á veitingastaðnum Kolabrautinni Hörpunni þann 23. febrúar kl.

10.00-15.000. Úrslit verða tilkynnt kl. 16.00. Allir eru velkomnir að fylgjast með keppninni og

að hvetja sitt fólk. Af þeim tíu sem elda réttinn verða fjórir valdir sem þykja standa sig best til

að taka þátt í lokakeppni sem haldinn verður í Hörpu sunnudaginn 1. mars.

Deila.