Adobe Chardonnay Reserva 2013

Lífrænt ræktuðu vínin frá Adobe eru stöðugt að sækja í sig veðrið og það er ekki síst ánægjulegt að sjá að þau hafa verið að lækka í verði um einar tvö hundruð krónur á milli ára á sama tíma og gæðunum fer fram.

Það er suðræn angan í nefi þessa víns, ferskjur, ananas og þroskaðar gular melónur, í munni má greina örlitla eik, sem þurrkar aðeins og gefur víninu dýpt, smá vanilla, örlítið smjör. Það er líka um 5% af Sauvignon Blanc í blöndunni sem gefur víninu aukna breidd og ferskleika. Flott vín.

1.999 krónur. Frábær kaup á því verði.

Deila.