Santa Tresa Fiano 2013

Fiano þrúgan er yfirleitt tengd við Kampaníu á Suður-Ítalíu en hefur nú tekið stökkið yfir Messina-sundið til Sikileyjar. Lífræna vínhúsið Santa Tresa hóf ræktun á Fiano árið 2010 og þetta er fyrsti árgangurinn sem að lítur dagsins ljós.

Stíllinn er nokkuð frábrugðin þeim í Kampaníu, vínið er grösugt, svolítið kryddað, ávöxturinn fyrst og fremst sítrus, sítróna og límóna. Þurrt, þétt og þykkt í munni, sýrumikið.

2.495 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.