Morande Gran Reserva Chardonnay 2012

Gran Reserva-vínið frá Morande er með þeim bestu sem þetta vínhús í Chile framleiðir. Chardonnay-þrúgurnar eru ræktaðar í Casablanca þar sem loftslagið minnir töluvert á Kaliforníu, heitt á daginn en á nóttunni sogast kalt loft frá Kyrrahafinu inní dalinn og temprar loftslagið.

Fallega gullið á lit með byrjandi þroska, míneralískt í nefi, reykur, smá þvottapoki, þurrkaður sítrusbörkur og ananas, heslihnetur. Í munni þykkt, smjörkennt með góðri sýru, langt og mikið. Virkilega flott vín sem hentar t.d. með humar.

2,767 krónur. Frábær kaup.

Deila.