Pata Negra Ribera del Duero Crianza 2011

Pata Negra er eitt af vörumerkjunum sem vínhúsið Garcia Garrion, sem er miðal risanna á Spáni, framleiðir vín undir og má finna Pata Negra vín frá nokkrum héruðum. Það verður að segjast eins og er að þessi Ribera del Duero-vín frá Pata Negra hafa komið manni ótrúlega á óvart, þetta eru alvöru Ribera-vín á hlægilegu verði fyrir héraðið.

Liturinn er djúpur, dökkur, angan af þroskuðum sólberjum, brómberjum, krækiberjum samofin þéttri eikinni, sem bætir við reyk, kaffi, kandís. Þykkt og mjúkt, tannín slípuð og þroskuð. Hefur góða lengd. Vín fyrir grillsteikur og naut.

2.299 krónur. Frábær kaup.

Deila.