Bramito del Cervo 2013

Bramito del Cervo er Chardonnay-vín Sala-kastala eða Castello della Sala í hjarta víngerðarhéraðsins Orvieto. Þar hefur þekktasti vínframleiðandi Ítalíu, Piero Antinori, um rúmlega tveggja áratuga skeið framleitt vínið Cervaro della Sala sem segja má að sé hið hvíta flaggskip Ítalíu. Nokkur önnur vín eru framleidd undir merkjum Castello della Sala og er Bremito eitt af þeim.

Fölgult á lit, fínleg angan af  hvítum blómum, jasmín, þroskaður suðrænn ávöxtur, ananas, ferskjur, sykurlegnar sítrónur. All nokkuð míneralískt. Fínlegt, langt , kryddað í lokin. Virkilega vel gert hvítvín. Reynið t.d. með grilluðum humri.

2.799 krónur. Frábær kaup.

Deila.