Defesa Tinto 2012

Defesa er portúgalskt rauðvín frá svæðinu Alentejo, blanda blanda úr þrúgunum Touriga Nacional og Syrah. Vínið er eitt af mörgum ágætum vína vínhússins Herdado do Esporao.

Dökkt og djúpt á lit, í nefi lakkrís, fennel, mjög þroskuð kirsuber, smá plómur, kröftugt, sýrumikið, hefur þennan ferska, portúgalska kraft. Eikin er þarna en er ekki áberandi. Hrikalega flott vín.

2.998 krónur.

Deila.