Montes Cabernet Sauvignon-Carmenere 2013

Cabernet Sauvignon og Carmenere er blanda sem er vinsæl í Chile, tvær þrúgur frá Boreaux sem vínerðarmenn þar hafa gert að sínum. Þetta vín í Limited Selection-seríunni frá Montes er þykkt, eikað og ávaxtaríkt.

Litur all dökkur, í nefi eru krækiber og bláber áberandi ásamt eik, kaffi og vanillu, smá reykur, vínið hefur yfir sér þykka áferð, það er þétt, mjúkt og þægilegt, tannín mild og þroskuð, vel gert vín. Þetta er kjötvín og fínt með bragðmiklu grillkjöti.

1.999 krónur. Frábær kaup.

Deila.