La Braccesca 2012

Nafnið á svæðinu Vino Nobile di Montepulciano hefur yfir sér rómantískan blæ, hið göfuga vín. Og vissulega eru mörg vínanna af þessu svæði göfug eins og La Braccesca, eitt af vínunum úr smiðju Piero Antinori.

Þetta er flottur og vel gerður Sangiovese, Djúpur, kryddaður, rauður ávöxtur í nefi, kryddjurtir, lyng, blóðberg og sedrusviður, reykur. Í munni vel þétt, mjúk tannín. Með kjöti en einnig t.d. pasta með tómatasósum, t.d. bolognese eða amatriciana.

3.298 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.