Roda Sela 2011

Sela er yngsta vínið og það léttasta frá hinu magnaða vínhúsi Roda í Rioja á Spáni. Raunar verður hugtakið „létt“ afstætt í þessu tilviki þar sem að Roda-vínin eru ávallt mikil vín, Sela er þar engin undantekning.

Þroskuð kirsuber, nokkuð eikað, vindlakassi, súkkulaði, vanilla, örítið ristað, púðursykur.Í munni kröftugt, samsamar sér vel, gott jafnvægi og þétt tannínubbygging. Hörkuvín.

3.339 krónur í fríhöfninni. Einungis fáanlegt sem stendur í fríhöfn. Frábær kaup.

Deila.